Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. júní 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man Utd heimsækir Norwich í bikarnum
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í enska boltanum í dag. Fyrst eigast Aston Villa og Wolves við í mikilvægum úrvalsdeildarslag, nokkrum klukkustundum áður en viðureign Norwich og Manchester United fer af stað í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Slagurinn á Villa Park er mikilvægur þar sem heimamenn í Aston Villa eru í bullandi fallhættu á meðan Úlfarnir geta stokkið yfir Man Utd og í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar með sigri.

Bikarslagurinn er áhugaverður þar sem heimamenn í Norwich verða án Sam Byram, Grant Hanley og Christoph Zimmermann. Þá er Josip Drmic tæpur.

Jesse Lingard gæti snúið aftur til leiks fyrir Rauðu djöflana en hann hefur ekki fengið tækifæri eftir Covid pásu. Þá eru Phil Jones og Axel Tuanzebe tæpir.

Norwich er búið að slá Preston, Burnley og Tottenham úr bikarnum á meðan Man Utd er búið að fara í gegnum Úlfana, Shrewsbury og Derby County.

Enska úrvalsdeildin:
11:30 Aston Villa - Wolves (Síminn Sport)

FA bikarinn:
16:30 Norwich - Man Utd (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner