Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 09:21
Fótbolti.net
Viktor Karl og Liverpool gleði á X977 í dag
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 verður pakkfullur af áhugaverðu efni. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað og fara yfir allt það sem máli skiptir í íslenska boltanum.

Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, verður gestur í þættinum.

Þá kemur Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins um Liverpool, og gerir upp Englandsmeistaratímabilið.

Hann velur besta leikmanninn, besta leikinn, verstu stundina og óvæntustu frammistöðuna hjá liðinu. Auk þess fer hann yfir það sem hann vill sjá gerast fyrir næsta tímabil.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner