Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing Liverpool: Hegðun stuðningsmanna óásættanleg
Mynd: Getty Images
Undanfarna viku hefur Liverpool FC unnið í nánu samstarfi með Merseyside lögreglunni, borgarráði Liverpool og Spirit of Shankly stuðningsmannahópnum til að vara stuðningsmenn við því að fagna Englandsmeistaratitlinum saman vegna Covid-19 ástandsins í Liverpool.

Liverpool hefur lent illa í Covid en þrátt fyrir það söfnuðust þúsundir stuðningsmanna á götum borgarinnar til að fagna titlinum eftir 2-1 sigur Chelsea gegn Manchester City síðasta fimmtudagskvöld. Fagnaðarlætin héldu áfram í gær, föstudag, og birti Liverpool yfirlýsingu til að fordæma þessa hegðun lítils hóps stuðningsmanna.

„Nokkur þúsund manns mættu á Pier Head föstudaginn 26. júní og nokkrir kusu að hunsa reglur vegna Covid faraldursins. Það ríkir enn lýðheilsukreppa í borginni okkar og er þessi hegðun með öllu óásættanleg," segir í yfirlýsingu frá Liverpool FC.

„Það stafar enn hætta af annarri bylgju af Covid-19 og við þurfum að vinna saman til að tryggja að þrotlaust starf yfirvalda sé ekki til einskis.

„Við munum taka höndum saman og skipuleggja fögnuð þegar það verður óhætt. Þangað til er öryggi borgarbúa í fyrirrúmi."

Athugasemdir
banner