Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. ágúst 2021 12:57
Elvar Geir Magnússon
U17 landsliðið tapaði 3-1 gegn Finnlandi
Icelandair
Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari U17 landsliðsins.
Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari U17 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið tapaði 3-1 í seinni vináttulandsleiknum gegn Finnlandi í dag.

Benoný Breki Andrésson, leikmaður Bologna, skoraði mark Íslands sem var sárabótamark i uppbótartíma. Hann tók þá frákastið eftir að Jóhannes Kristinn Bjarnason átti skot í þverslána.

Finnar leiddu 1-0 í hálfleik en þeir skoruðu eftir að varnarmaður Íslands hafði tapað boltanum.

Snemma í seinni hálfleik kom annað mark frá finnska liðinu, Hilmar Þór Kjærnested Helgason í marki Íslands kom engum vörnum við.

Finnar komust síðan í 3-0 með laglegu marki en Benoný kom Íslandi á blað í seinni hálfleik.

Þetta var annar leikur liðanna, en Ísland vann þann fyrri 2-1 á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner