Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 27. nóvember 2019 22:52
Aksentije Milisic
Liverpool ekki haldið markinu hreinu í ellefu leikjum í röð
Versti kaflinn síðan 1998
Mertens fangar marki sínu á Anfield.
Mertens fangar marki sínu á Anfield.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Napoli skildu jöfn á Anfield í kvöld í Meistaradeild Evrópu. Dries Mertens kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Dejan Lovren jafnaði metin fyrir Liverpool í síðar hálfleik.

Það sem er athyglisvert við mark Mertens er það að þetta var ellefti leikurinn í röð sem að Liverpool liðinu mistekst að halda marki sínu hreinu. Það þarf að fara alla leið til ársins 1998 til að finna verri kafla hjá Liverpool í þeim efnum en þá hélt liðið ekki hreinu í tólf leikjum í röð undir stjórn Roy Evans.

Það sem af er þessu tímabili þá hefur liðið spilað 22 leiki en aðeins haldið hreinu í þrígang. Það var gegn Burnley, MK Dons og Sheffield United. Hingað til hefur liðið spilað níu leiki á Anfield á tímabilinu en ekki náð að halda markinu hreinu.

Liverpool mætir Brighton á Anfield á laugardaginn og spurning hvort að Jurgen Klopp og lærisveinar hans nái að enda þennan kafla þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner