Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. desember 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þeir spiluðu 6-4 eða hvað það nú var
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki hafa búist við því að West Brom myndi vera eins varnarsinnað og það var gegn Liverpool á Anfield í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en West Brom jafnaði metin á 82. mínútu eftir að Liverpool hafði leitt frá 12. mínútu.

„Ég held að enginn geti búist við því að lið spili eins og West Brom gerði í fyrri hálfleiknum. Þeir spiluðu 6-4 eða hvað það nú var. Mér fannst við vera allt í lagi en við gerðum ekki það sama í seinni hálfleiknum. Þeir fengu þrjár skyndisóknir og of mörg horn. Þetta er okkur að kenna," sagði Klopp.

„Það er mikil áskorun þegar þú ert stanslaust að sækja á tíu menn. West Brom átti stigið skilið því við kláruðum ekki leikinn almennilega. Það er erfitt að skapa færi gegn þeim."

„Það er ekki auðvelt að spila gegn svona liði og það er ekki auðvelt að spila svona. Geta þeir spilað svona út tímabilið?"

„Þú verður að nýta færin þegar þú færð þau en þetta er ekki neinn heimsendir. Þetta er fótboltaleikur sem við vildum vinna og áttum að vinna," sagði Klopp og bætti við að West Brom átti stigið skilið.

Liverpool er áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með þremur stigum meira en nágrannar sínir í Everton.


Athugasemdir
banner
banner
banner