Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. desember 2020 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu helstu atvik gærdagsins
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það var nóg um að vera í enska boltanum í gær og voru nokkur atvik sem stóðu upp úr.

Arsenal lagði Chelsea að velli 3-1 þar sem Granit Xhaka og Bukayo Saka skoruðu lagleg mörk. Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en vítaspyrnudómurinn var nokkuð umdeildur.

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm á Emirates

Chelsea gat komið sér aftur inn í leikinn þegar Jorginho fór á vítapunktinn í uppbótartíma í stöðunni 3-1 en spyrnan hans arfaslök og lítið mál fyrir Bernd Leno að handsama boltann eftir að hann valdi rétt horn.

Sjáðu slaka vítaspyrnu Jorginho

Tíu leikmenn Aston Villa gerðu sér þá lítið fyrir og unnu verðskuldaðan sigur á Crystal Palace. Jack Grealish skoraði hvorki né lagði upp en átti þó stóran þátt í sigrinum. Það var ein þrælmögnuð sending sem Grealish átti í seinni hálfleik sem hefur vakið gífurlega athygli. Grealish kom knettinum þá á Ollie Watkins sem lagði síðasta mark leiksins upp fyrir Anwar El Ghazi.

Sjáðu magnaða sendingu Jack Grealish

Að lokum átti Alphonse Areola, markvörður Fulham, frábæra markvörslu í markalausu jafntefli gegn Southampton. Aukaspyrnusérfræðingurinn James Ward-Prowse hefði eflaust skorað framhjá einhverjum markvörðum með þessari frábæru spyrnu en Areola varði meistaralega.

Sjáðu meistaralega markvörslu Areola
Athugasemdir
banner
banner