Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Jude gæti smellpassað í endurnýjað lið Man United"
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jude Bellingham þykir gífurlega efnilegur. Hann er í dag leikmaður Birmingham en stórliðin Borussia Dortmund, Chelsea og Manchester United eru sögð hafa mikinn áhuga.

Sam Manoocherhri þjálfaði Bellingham í fjögur ár þegar hann var í yngri flokkum félagsins. Hann var í viðtali við Mirror og sagði sína skoðun varðandi næsta skref Jude á ferlinum.

„Jude gæti smellpassað í endurnýjað lið Man United, það er talað um að Jack Grealish sé á leiðinni þangað," sagði þessi fyrrum þjálfari Bellingham.

„Dortmund gæti einnig passað. Þú sérð leikmenn eins og Jadon Sancho sem hefur gert vel hjá því félagi. Jude gæti blómstrað þar. Svo eru flottir hlutir að gerast hjá Chelsea."

„Jude þarf samt að hugsa um næsta skref og hann þarf að fá að spila ef hann skiptir um lið. Ef hann fær það ekki þá held ég að það sé ekkert vandamál ef hann verður áfram hjá Birmingham,"
bætti Sam við.

Sjá einnig:
Hver er þessi sextán ára Englendingur sem Dortmund vill fá?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner