Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 28. apríl 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Garðar Gunnlaugs missir líklega af leiknum gegn FH
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Garðar tók gullskóinn í fyrra.
Garðar tók gullskóinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn þurfa líklega að vera án markahróksins Garðars Gunnlaugssonar í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Liðið mætir FH á sunnudaginn.

„Ég gæti misst af leiknum en ég er að gera mitt besta. Það er eitthvað vesen í bakinu sem leiðir niður í nára. Ég er að vinna með sjúkraþjálfara og kírapraktór til að reyna að kippa þessu í lag," segir Garðar sem er orðinn fyrirliði ÍA eftir að Ármann Smári Björnsson lagði skóna á hilluna vegna meiðsla.

„Það er leiðinlegt að hafa æft í allan vetur og svo gerist svona korter í mót. Þetta er hörkuverkefni gegn FH í fyrsta leik en þrátt fyrir að ég verði kannski ekki með þá hef ég ekki áhyggjur af því að strákarnir leysi þetta ekki. Við höfum unga og efnilega stráka."

ÍA hefur misst algjöra lykilhlekki frá því í fyrra. Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson er meiddur og Ármann og Iain Williamson horfnir á braut.

„Þetta hefur verið súrrealískur vetur hjá okkur og margir að detta í meiðsli hér og þar. En ungu strákarnir hafa verið að fá fullt af tækifærum og svo höfum við fengið þrjá sterka pósta í þessum útlendingum sem hafa komið. Þeir hafa smollið vel inn í hópinn."

Garðar skoraði 14 mörk í Pepsi-deildinni í fyrra, er hann búinn að setja sér markmið fyrir sumarið?

„Markmiðið er alltaf að gera betur en í fyrra," segir Garðar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner