Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. apríl 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Í hörkustandi þrátt fyrir að vera 35 ára
Lengjudeildin
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Kórdrengir hafni í sjöunda sæti deildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gaf sitt álit á liði Kórdrengja.

Hann telur að Albert Brynjar Ingason sé þeirra helsti lykilmaður.

„Albert Brynjar Ingason er gríðarlega mikilvægur fyrir lið Kórdrengja og þá sérstaklega í sóknarleik þeirra. Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára þá er hann í hörku standi, hleypur mikið og er mest skapandi leikmaður liðsins. Reynsla hans er mjög mikilvæg fyrir liðið, bæði á æfingum og leikjum."

„Það verður gaman að sjá samvinnu hans og Connor Simpson, breska risans, í framlínu liðsins. Það er mikilvægt fyrir Kórdrengi að Albert Brynjar sýni í sumar, enn og aftur, hvers hann er megnugur og raði inn mörkum."

Albert er mjög reynslumikill. Síðast þegar hann spilaði í næst efstu deild, með Fjölni 2019, skoraði hann níu mörk í 21 leik. Í fyrra skoraði hann 14 mörk í 20 leikjum með Kórdrengjum í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner