Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 28. apríl 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagan svo sannarlega með City í liði
City er í góðum málum.
City er í góðum málum.
Mynd: Getty Images
Manchester City er í góðum málum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir sigur gegn Paris Saint-Germain í kvöld.

City voru frábærir í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Kevin de Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu í seinni hálfleiknum og City frekar verðskuldaðan 2-1 sigur.

Lokatölur voru 1-2 og City er nálægt sínum fyrsta úrslitaleik frá upphafi.

Sagan er með City liði, svo sannarlega. Það hefur gerst 47 sinnum í sögu Meistaradeildarinnar að enskt lið hefur unnið fyrri leikinn á útivelli í útsláttarkeppninni. Í öllum þessum 47 tilvikum komst enska liðið áfram í næstu umferð.

Það getur hins vegar allt gerst næsta þriðjudag þegar liðin mætast aftur. PSG þarf að minnsta kosti að gera tvö mörk á Etihad-vellinum og þeir eru vel færir um það.


Athugasemdir
banner
banner
banner