Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 28. apríl 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonandi verður sagan enn betri en hjá Hilmari Árna
Sævar er aðeins tvítugur að aldri.
Sævar er aðeins tvítugur að aldri.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon verður í lykilhlutverki hjá Leiknismönnum í sumar.

Sævar Atli er fyrirliði Leiknis og var í lykilhlutverki í fyrra þegar Leiknir tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni. Hann hefur þegar leikið 129 leiki fyrir Leikni og skorað í þeim 61 mark.

Hann mun ganga í raðir Breiðabliks eftir tímabilið en spila með Leikni í sumar. Rætt var um Sævar, sem er tvítugur að aldri, í útvarpsþættinum um síðustu helgi.

„Þetta er auðvitað leikmaður sem við höfum rætt mikið um og ég hef sérstakar mætur á honum," sagði fótboltaþjálfarinn Úlfur Blandon.

„Það er spurning hvort sagan verði eins og hjá Hilmari Árna."

„Vonandi bara aðeins betri saga," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Þannig að hann fái tækifæri erlendis. Það er alveg klárt að þakið er mjög hátt. Hann verður aldrei minna en frábær leikmaður í efstu deild um áraraðir. Vonandi fær hann tækifæri úti því hann hefur margt til brunns að bera."

Hilmar Árni fór frá Leikni 2015 eftir að hafa staðið sig vel í Pepsi Max-deildinni með liðinu. Hann fór til Stjörnunnar þar sem hann hefur verið frábær undanfarin ár.
Útvarpsþátturinn - Stóri Pepsi Max þátturinn
Athugasemdir
banner
banner