Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. maí 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Starfsmaður Nike sakar Neymar um kynferðisofbeldi
Nike sleit samstarfi við Neymar í ágúst í fyrrra.
Nike sleit samstarfi við Neymar í ágúst í fyrrra.
Mynd: EPA
Bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike sleit í fyrra samstarfi við brasilíska sóknarmanninn Neymar, leikmann PSG í Frakklandi.

Ástæðan er sú að hann var ósamvinnuþýður þegar meint kynferðisofbeldi hans í garð kvenkyns starfsmanns Nike var rannsakað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Árið 2018 kom á borð stjórnar Nike ásökun frá starfsmanni um að Neymar hefði beitt sig kynferðisofbeldi 2016.

Nike segir að Neymar hafi neitað að taka þátt í rannsókn á trúverðugum ásökunum.

Konan er ekki nafngreind en hún vildi upphaflega að málinu yrði haldið leyndu en 2019 var hún klár í að fara lengra með það.

Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019. Hann neitaði alfarið sök og var málið látið niður falla.

Neymar var lengi samningsbundinn Nike en í september í fyrra gerði hann samning við þýska fyrirtækið Puma.
Athugasemdir
banner
banner
banner