Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 28. júní 2020 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Midtjylland með aðra hönd á titlinum
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland sem sýndi yfirburði sína og sigraði Kaupmannahöfn í toppslag danska boltans.

Kaupmannahöfn náði ekki skoti á rammann í leiknum og voru gestirnir tveimur mörkum yfir á 90. mínútu.

Heimamenn minnkuðu muninn í uppbótartíma þegar brasilíski bakvörðurinn Paulinho gerði sjálfsmark en nær komust þeir ekki.

Midtjylland er með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir.

Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá Kaupmannahöfn.

Kobenhavn 1 - 2 Midtjylland
0-1 S. Kaba ('32)
0-2 M. James ('86)
1-2 Paulinho ('92, sjálfsmark)

Hjörtur Hermannsson lék þá allan leikinn er Bröndby lagði Nordsjælland að velli.

Bröndby er sex stigum frá þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn. Þriðja sætið gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Nordsjælland 0 - 2 Bröndby
0-1 A. Maxso ('34, víti)
0-2 S. Hedlund ('68)
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner