Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 28. júlí 2022 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kórdrengir kaupa danskan bakvörð (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Kórdrengir
Kórdrengir hafa fest kaup á danska leikmanninum Morten Ohlsen Hansen og skrifar hann undir tveggja ára samning við félagið.

Morten kemur frá Kolding í Danmörku og spilar hann sem hægri bakvörður. Hann hefur verið hjá Kolding frá árinu 2018 en lék áður með FC Sydvest, HKF og kom upp í gegnum akademíuna hjá SönderjyskE.

„Kórdrengir eru gríðarlega spenntir fyrir Morten og með komu hans eru Kórdrengir að horfa á styrkingu liðsins til framtíðar," segir í tilkynningu Kórdrengja.

Kolding IF er í þriðju efstu deild í Danmörku. Morten er fjórði leikmaðurinn sem Kórdrengir hafa fengið í sumarglugganum.

Áður hafði félagið fengið leikheimild fyrir markvörðinn Nikita Chagrov og þá komu þeir Axel Freyr Harðarson og Bjarki Björn Gunnarsson frá Víkingi. Bjarki er á láni út tímabilið en Axel var keyptur.

Kórdrengir eru í 9. sæti Lengjudeildarinnar með sautján stig eftir fjórtán umferðir. Liðið er á sínu öðru ári í deildinni og er næsti leikur liðsins gegn Fjölni eftir rúma viku.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner