Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. ágúst 2021 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah þarf að skora úr níu vítaspyrnum í röð
Til að jafna metið
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur skorað úr 14 vítaspyrnum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er það næst lengsta sem leikmaður í deild þeirra bestu á Englandi hefur farið án þess að klikka á vítapunktinum.

Salah þarf að skora úr níu vítaspyrnum í röð í viðbót til að jafna metið sem núna stendur. Matt Le Tissier, fyrrum sóknarmaður Southampton, á núna metið. Hann skoraði úr 23 vítaspyrnum í röð frá 1994 til 2000.

Salah skoraði af vítapunktinum í dag þegar Liverpool gerði jafntefli við Chelsea, 1-1.

Hann jafnaði metin af vítapunktinum undir lok fyrri hálfleiks en Liverpool náði ekki að fylgja því nægilega vel eftir og því fór sem fór; lokaniðurstaðan jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner