Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 28. ágúst 2021 14:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tíu ár frá versta tapi Arsenal í sögunni
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta þjálfari Arsenal situr í heitu sæti þessa dagana. Liðið er án sigurs og ekki skorað mark í Ensku Úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið tapaði með fimm mörkum gegn engu í dag gegn Manchester City.

Þetta er slæmur dagur fyrir Arsenal í sögunni en á þessum degi fyrir tíu árum tapaði liðið 8-2 gegn Manchester United.

Arsene Wenger þjálfari Arsenal á þessum tíma tók til hendinni eftir leikinn og keypti nokkra leikmenn áður en glugginn lokaði. Þar má nefna núverandi þjálfara liðsins, Mikel Arteta sem kom frá Everton á gluggadeginum, 31. ágúst.

Næsti leikur Arsenal er gegn Norwich á heimavelli laugardaginn 11 september. Spurning hvort Arteta verði ennþá stjóri liðsins þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner