Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. ágúst 2022 17:44
Brynjar Ingi Erluson
Boly var í hóp en mætti ekki - „Þarf að sýna fagmennsku"
Willy Boly ákvað að mæta ekki í leik liðsins gegn Newcastle
Willy Boly ákvað að mæta ekki í leik liðsins gegn Newcastle
Mynd: EPA
Willy Boly, varnarmaður Wolves, var skráður í leikmannahóp liðsins fyrir leikinn gegn Newcastle United í dag en var hvergi sjáanlegur á vellinum.

Þessi 31 árs gamli Fílabeinsstrendingur hefur ekki komið við sögu með Wolves á þessu tímabili en hann hefur verið sterklega orðaður við Nottingham Forest síðustu daga.

Moussa Niakhate verður frá næstu mánuði og er því Forest að reyna að fá Boly til að leysa hann af hólmi.

Bruno Lage, stjóri Wolves, tilkynnti Boly á dögunum að hann yrði í hóp liðsins gegn Newcastle og átti hann að taka sér sæti á bekknum en varnarmaðurinn stóri og stæðilegi mætti ekki í leikinn.

„Willy Boly var í leikmannahópnum en mætti ekki. Ég held að hann sé að reyna að ýta einhverju í gegn, en hann þarf að sýna fagmennsku, ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Lage eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner