Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 28. september 2021 14:00
Innkastið
Fengu jötunseyði með marki sem þeir „áttu ekki að skora" og björguðu sér á frækinn hátt
Skagamenn björguðu sér á frækinn hátt.
Skagamenn björguðu sér á frækinn hátt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA náði á magnaðan hátt að bjarga sér frá falli í Pepsi Max-deildinni en það vann síðustu þrjá leiki sína. Dramatíkin í lokaumferðinni, þar sem Skagamenn þurftu að vinna í Keflavík, var ævintýraleg.

Margir stuðningsmenn ÍA voru búnir að gefa upp alla von þegar Keflavík komst 2-0 yfir og ekkert í leiknum benti til þess að Skagamenn gætu komið til baka.

En með því að ná að minnka muninn í 2-1 fór allt í gang hjá þeim gulu. Alex Davey átti skot fyrir utan teig sem lak inn, Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur fékk boltann undir sig.

Þetta gaf ÍA byr undir báða vængi. Guðmundur Tyrfingsson jafnaði og Sindri Snær Magnússon skoraði sigurmarkið á 75. mínútu.

„Það er ósanngjarnt, en samt ekki, að þakka Sindra Kristni hreinlega fyrir þessa líflínu," segir Skagamaðurinn Sverrir Mar Smárason í Innkastinu um fyrsta mark ÍA sem kom liðinu á bragðið.

„Þetta kveikti í Skagamönnum og var jötunseyði fyrir þá að fá inn þetta óvænta mark, þetta „mark sem þeir áttu ekki að skora" innan gæsalappa. Sindri átti að verja þetta," segir Elvar Geir Magnússon.

Sverrir var að textalýsa leik Stjörnunnar og KR fyrir Vísi meðan á leik stóð en en hugur hans var hjá sínum mönnum á Skaganum og hann fylgdist með í gegnum tölvuna.

„Ég táraðist þegar hann flautaði af. Ég fór ekki strax niður að taka viðtöl því ég var þarna uppi að horfa á alla vini mína í stúkunni. Þetta var algjör snilld," segir Sverrir.

„Ég fór upp á Skaga á laugardagskvöldið og menn voru ekkert smá sáttir. Aðallega voru það þjálfararnir því þeir voru búnir að teikna þetta upp svona. Það voru þessir þrír leikir í lokaumferðunum þar sem stefnan var að taka níu stig og halda sér í deildinni."

Það var mikil stemning meðal stuðningsmanna ÍA í lokaumferðunum og liðið fékk mikinn stuðning.

„Ég ætla að fullyrða að þetta hefði aldrei tekist hjá ÍA nema vegna þess að samfélagið fór á bak við liðið. Allt í einu fór stemningin upp," segir Elvar.

„Það hefði verið auðvelt að fara í hina áttina og ógeðslega auðvelt að gefast upp," segir Tómas Þór Þórðarson.
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner