Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 28. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kane: Við höfum ekki verið nógu góðir
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Liverpool
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, viðurkennir að liðið hefur ekki verið að standa sig nógu vel í byrjun tímabils.

Tottenham tapaði fyrir Liverpool í gær á Anfield en Kane kom gestunum yfir eftir 45 sekúndur áður en Jordan Henderson jafnaði í byrjun síðari hálfleiks og Mohamed Salah skoraði þá úr vítaspyrnu.

Tottenham er í 11. sæti með 12 stig, sextán stigum á eftir toppliði Liverpool.

„Þú sást hvernig við byrjuðum leikinn. Við komum hingað til að pressa og spila boltanum og það hjálpaði þegar við fáum mark snemma leiks," sagði Kane.

„Við reyndum að gera allt til þess að vinna leikinn en þetta gekk ekki. Þegar maður tapar leik þá er það aldrei skref fram á við og það eru vonbrigði. Við viljum koma okkur í gang í deildinni því við höfum alls ekki verið nógu góðir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner