Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. október 2019 14:11
Magnús Már Einarsson
Redknapp á sjúkrahús eftir útsendingu - Festi heyrnatól í eyranu
Mynd: Getty Images
Fyrrum knattspyrnustjórinn Harry Redknapp þurfti að leita á sjúkrahús á dögunum eftir hluti úr heyrnartóli festist inni í eyranu á honum.

Redknapp er sérfræðingur hjá BT Sports og þar fékk hann sérstakt heyrnartól til að vera með í beinni útsendingu.

„Þegar ég tók það úr þá brotnaði hluti af því og festist í eyranu á mér. Ég fór á sjúkrahús til að ná þessu út því að þegar menn voru að reyna að ná þessu út þá ýttu þeir þessu alltaf lengra inn," sagði Redknapp um málið.

Læknar náðu loksins að losa hlutinn úr eyranu á Redknapp en BT Sports hefur eftir atvikið breytt um heyrnartól sem eru notuð í útsendingum stöðvarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner