Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. október 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smalling vonast til að fá fleiri landsleiki - Roma vill halda miðverðinum
Mynd: Getty Images
Smalling í baráttunni við Jón Daða árið 2016.
Smalling í baráttunni við Jón Daða árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Smalling hefur leikið vel hjá Roma á leiktíðinni. Enski miðvörðurinn kom á láni út leiktíðinna frá Manchester United.

Roma er sagt vilja halda Smalling lengur en út lánstímabilið og gæti því reynt að kaupa Smalling á meðan á lánssamningnum stendur.

Vonast til að fá fleiri landsleiki

Smalling var í viðtali við Forbes í dag þar sem hann bar saman að spila með Manchester United og Roma. Smalling finnst ítalski boltinn henta sér vel en hann vonar mest af öllu að fá tækifæri til að spila fleiri landsleiki fyrir Englands hönd.

„Það er það sem ég vona, sama hvar ég spila. Mig langar alltaf að fjölga landsleikjum mínum og langar í fleiri áður en ég legg skóna á hilluna."

„Ég mun aldrei segja nei við landsliðinu. Ég er á stóru sviði þar sem ég get auglýst mig vel og ég vona að ef ég á mjög gott tímabil að ég fái kallið aftur."

„Ég kann mjög vel við ítalska boltann og hann hentar mér vel. Vonandi endum við á góðum stað í maí. Mín skoðun er að fleiri Englendingar ættu að fara á láni til félaga utan Englands."

„Tækifærið að spila með Roma var of gott til að segja nei við,"
sagði Smalling að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner