Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klók ráðning hjá Aston Villa - Veit hvernig úrvalsdeildin virkar
Mynd: EPA

Unai Emery var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa eftir að Steven Gerrard var rekinn frá félaginu. Emery þekkir vel til í úrvalsdeildinni en hann stýrði Arsenal frá maí 2018 til nóvember 2019.


Hann átti erfitt uppdráttar undir lokin og var látinn fara eftir sjö leiki án sigurs.

Gummi og Sæbjörn Steinke töluðu um ráðninguna á Emery til Villa í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn á dögunum.

„Mér finnst þetta mjög klókt. Finna stjóra sem veit þokkalega hvernig enska úrvalsdeildin virkar og ég geri ráð fyrir því að hann viti hvar hann var að brenna sig hjá Arsenal," sagði Sæbjörn.

„Hann kann að vinna titla, hann verður frábær þegar Aston Villa kemst í Evrópu."

Emery vann Evrópudeildina með Villarreal tímabilið 2020/2021. Þá tapaði hann í úrslitum deildarinnar með Arsenal gegn Chelsea. Þá fór hann með spænska liðið alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.


Enski boltinn - Getur ekki verið mikið verra en Gerrard
Athugasemdir
banner