Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gray: Borgaði sig að byrja með ferskt lið
Gray gerði sigurmark Leicester.
Gray gerði sigurmark Leicester.
Mynd: Getty Images
Demarai Gray klúðraði vítaspyrnu, en hann bætti upp fyrir það með að skora sigurmark Leicester gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leicester gerði níu breytingar fyrir leikinn og var án markahæsta leikmanns deildarinnar, Jamie Vardy, sem var viðstaddur fæðingu barns síns.

Gray segir að það hafi borgað sig að breyta, en Leicester spilaði síðast, fyrir leikinn gegn West Ham í kvöld, að kvöldi annars dags jóla gegn Liverpool.

„Við stjórnuðum stærstum hluta leiksins. Við hleyptum þeim aftur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks, en heilt yfir stjórnuðum við leiknum. Við byrjuðum með ferskt lið og það borgaði sig," sagði Gray.

Um vítaspyrnuklúður sitt sagði hann: „Ég er vanalega ekki stressaður í svona stöðu, mér leið vel. Svona gerist í fótbolta, en það er mikilvægt að svara því og það gerði ég."

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Justin, Morgan, Evans, Fuchs, Mendy, Choudhury, Gray, Albrighton, Perez, Iheanacho.
Athugasemdir
banner
banner
banner