Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. janúar 2020 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maddison skilur ekki hvernig Leicester fékk ekki víti
Mynd: Getty Images
James Maddison, miðjumaður Leicester, var svekktur með það að falla úr leik í enska deildabikarnum í gær.

Leicester tapaði samanlagt 3-2 fyrir Aston Villa. Seinni leikur liðanna fór fram á Villa Park í gær og skoruðu heimamenn sigurmark sitt í uppbótartímanum.

Maddison skrifar færslu á Twitter í dag þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með dómara leiksins í gær, Mike Dean. Maddison vildi fá vítaspyrnu í leiknum.

„Vel gert hjá Aston Villa að komast í úrslitaleikinn. Ég er ekki að reyna að búa til afsakanir, en hvernig að úrvalsdeildardómari sem horfir á þetta atvik nokkrum sinnum frá nokkrum sjónarhornum dæmir ekki vítaspyrnu, það skil ég ekki," skrifar Maddison.

Hann birtir með færslu sinni myndband af atvikinu og virðist hann hann hafa eitthvað til síns máls.

Hér að neðan má sjá færslu Maddison og myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner