Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. maí 2021 15:56
Victor Pálsson
Championship: Brentford í ensku úrvalsdeildina (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brentford 2 - 0 Swansea
1-0 Ivan Toney ('10 , víti)
2-0 Emiliano Marcondes ('20 )

Rautt spjald: Jay Fulton, Swansea ('66)

Brentford hefur tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Swansea á Wembley vellinum í dag í úrslitaleik.

Þetta er gríðarlegur áfangi fyrir Brentford sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar líkt og á síðustu leiktíð.

Í fyrra þá tapaði Brentford fyrir Fulham í úrslitaleik umpsilsins en það sama var ekki upp á teningnum í dag.

Ivan Toney og Emiliano Marcondes tryggði Brentford 2-0 sigur á Swansea og ljóst að welska liðið leikur í næst efstu deild á næsta tímabili.

Swansea lék manni færri frá 66. mínútu en Jay Fulton fékk þá að líta beint rautt spjald frá dómara leiksins.

Brentford fer upp ásamt Norwich og Watford sem lentu í fyrsta og öðru sæti Championship deildarinnar.

Brentford komst síðast í efstu deild Englands árið 1935 og lék þar síðast fyrir 74 árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner