Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 29. maí 2021 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Havertz blótaði - „Vorum að vinna Meistaradeildina"
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: EPA
Kai Havertz, leikmaður Chelsea, var í miklu stuði í viðtali eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Havertz skoraði sigurmarkið í leiknum undir lok fyrri hálfleiks.

Havertz var keyptur fyrir mikinn pening fyrir tímabilið. Tímabilið hefur ekki verið frábært hjá honum en þetta mark bætir líklega upp fyrir það hjá stuðningsmönnum Chelsea.

„Ég veit ekki hvað skal segja. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu. Ég vil þakka fjölskyldu minni, foreldrum mínum, ömmu minni og kærustunni. Ég er búinn að bíða í 15 ár eftir þessu," sagði Havertz.

Havertz er dýrasti leikmaður í sögu Chelsea og var hann spurður út í það. „Mér er andskotans sama um verðmiðann, við vorum að vinna Meistaradeildina."


Athugasemdir
banner
banner
banner