Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   sun 29. ágúst 2021 19:00
Daníel Smári Magnússon
Jói Kalli: Við erum ekkert að gefast upp
Jói Kalli gefst ekki upp.
Jói Kalli gefst ekki upp.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. KA liðið er mjög vel mannað og þeir eru góðir að halda boltanum og eru líka gríðarlega góðir í föstum leikatriðum, hafa skorað mikið af mörkum þannig. Við vorum ákveðnir í að loka á þessa styrkleika KA eins vel og við gátum. Mér fannst það vera að ganga vel í fyrri hálfleik, þó að við værum neðarlega á vellinum,'' sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn KA í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 ÍA

Hann hélt áfram: „Samt eins og fyrsta markið sem að þeir skora, þar sem að er fyrirgjöf lengst utan af kanti sem að svífur yfir alla inn í vítateiginn og menn gleyma að elta sinn og Bjarni kemst í allt of auðveldan skalla.''

KA menn höfðu verið talsvert meira með boltann fram að fyrsta markinu, en Skagamenn höfðu fengið góðan séns á að komast yfir þegar að Sindri Snær hitti boltann afar illa, einn gegn Steinþóri Má. 10 mínútum síðar skorar Bjarni Aðalsteinsson.

„Og þá var það sem að við lögðum upp með inn í fyrri hálfleikinn, að vera þéttir og halda hreinu og kannski að keyra aðeins á KA mennina í seinni hálfleik - það fór svolítið út um gluggann. Svo skjótum við okkur náttúrulega að vera komnir 2-0 undir í fyrri hálfleik og það er ekki, að mínu mati, af því að KA var eitthvað að sundurspila okkur. Hvorki í fyrsta markinu né í öðru markinu og staðan virkilega erfið eftir það,'' segir Jóhannes

Skagamenn komu býsna öflugir til leiks í seinni hálfleik og oftar en einu sinni þurfti Steinþór Már að verja glæsilega í marki KA.

„Við höfðum trú á því að við myndum geta haft orku og gæði til að stríða KA í seinni hálfleik. Sérstaklega náttúrulega ef að við myndum ná þriðja markinu og við fengum alveg, að mínu mati, nokkrar góðar stöður í seinni hálfleik í kringum vítateig KA til þess að gera betur, en svolítil svona óheppni og reynsluleysi að geta ekki komið sér í aðeins vænlegri stöður áður en að við gerðum atlögu að markinu.''

Engin stig fengust í dag hjá ÍA og þeir fylgjast væntanlega vel með því hvernig fer hjá liðunum sem berjast við fallið með þeim, HK og Fylki.

„Já, því miður er staðan þannig að við þurfum svolítið að treysta á að úrslitin falli okkur í hag. En ef að það gerist, þá getur þetta verið í okkar höndum fyrir síðustu þrjá leikina og við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram með þennan anda sem við höfum sýnt núna í síðustu leikjum,'' sagði Jóhannes.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner