Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. september 2021 23:00
Elvar Geir Magnússon
Skiptingarnar hjá Solskjær skiptu sköpum
Fred og Ole Gunnar Solskjær.
Fred og Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo eignar sér fyrirsagnirnar enn einu sinni eftir að hann skoraði sigurmarkið á síðustu stundu þegar Manchester United vann 2-1 sigur gegn Villarreal í Meistaradeildinni.

United kom til baka eftir að hafa lent undir og Clinton Morrison, sparkspekingur BBC, hrósar ákvörðunum Ole Gunnar Solskjær í leiknum.

Nemanja Matic og Edinson Cavani komu inn á 75. mínútu (fyrir Jadon Sancho og Paul Pogba) og þeir Jesse Lingard og Fred komu inn á 89. mínútu (fyrir Mason Greenwood og Alex Telles).

„Það verður að hrósa Ole Gunnar Solskjær. Skiptingarnar sem hann gerði breyttu leiknum og komu United í bílstjórasætið," segir Morrison.

„Það kom mér á óvart að Pogba var tekinn af velli en mér fannst Matic koma inn og taka stjórnina á miðsvæðinu."

„Þegar liðið þarf á því að halda þá skilar Cristiano Ronaldo sínu. Ég er svo ánægður með að sjá hann aftur mættan í enska boltann. Manchester United átti ekki sannfærandi frammistöðu í kvöld en vel gert hjá Ronaldo."
Athugasemdir
banner
banner
banner