Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 29. október 2022 10:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Víkurfréttir 
Sindri Kristinn: Viðræðurnar gengið bæði vel og illa
,,Keflavík er alveg jafn mikið inni í myndinni og önnur lið''
Markvörður Keflavíkur
Markvörður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sindri Kristinn Ólafsson ræddi við Víkurfréttir í vikunni. Í viðtalinu ræðir hann um landsliðið, fyrirkomulagið á mótinu og samningsmál sín. Markvörðurinn gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik á næstu dögum því hann var valinn í landliðsverkefnið þar sem spilaðir verða vináttuleikir við Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu.

Sindri er 25 ára markvörður sem er að renna út á samningi við Keflavík. Hann hefur síðustu vikur verið orðaður við KA, KR og FH. KA ákvað að semja við báða sína markmenn sem minnkar líkurnar á því að liðið fái Sindra til sín til muna. KR bakkaði þá úr viðræðum við Sindra. Það skilur eftir FH sem verður að teljast líklegur áfangastaður.

„Ég hef getað farið frá Keflavík áður en ekki gert það, þá hefur mér fundist ég ekki geta skilið við liðið á réttum stað og réttum tíma," sagði Sindri við Víkurfréttir.

„Það hafa önnur lið verið að sýna mér áhuga en ég hef ekki samþykkt neitt tilboð. Ég hef átt í viðræðum við Keflavík og þær viðræður hafa gengið bæði vel og illa, við erum með allt uppi á borðinu og erum að tala saman. Ég vil hins vegar klára tímabilið áður en ég tek ákvörðun og skoða þau tilboð sem ég hef. Keflavík er alveg jafn mikið inni í myndinni og önnur lið – og þeir vita það. Svo þegar ég kem til baka úr þessari landsliðsferð þá væri ég bara til í að negla niður hvar ég muni leika á næsta tímabili,“ sagði Sindri Kristinn að lokum.

Hann mun líklega verja mark Keflavíkur í lokaumferð Bestu deildarinnar þegar Fram heimsækir Keflavík klukkan 13:00 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner