Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. desember 2019 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst rétt að dæma rangstöðu í marki Wolves
Mark Lawrenson.
Mark Lawrenson.
Mynd: Getty Images
Það var umdeildur dómur í leik Liverpool og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni núna áðan. Mark var dæmt af Úlfunum undir lok fyrri hálfleiks.

Eftir skoðun í VAR var dæmd mjög svo tæp rangstaða. Dómurinn hefur fengið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig:
Mark tekið af Wolves gegn Liverpool - Ótrúlega tæpt

Mark Lawrenson, fyrrum varnarmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur BBC, segir að dómurinn hafi verið réttur. Hann setur hins vegar spurningamerki við mark Liverpool.

„Hann var klárlega rangstæður, en Úlfarnir hafa rétt á að vera reiðir. Þeir voru mjög óheppnir með Lallana-ákvörðunina," sagði Lawrenson og var þá að tala um mark Liverpool. Það var í fyrstu dæmt af vegna hendi á Adam Lallana, en eftir skoðun var markið dæmt gott og gilt.

Mark Liverpool má sjá hérna.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner