Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. apríl 2022 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Böðvar lagði upp í jafntefli - Elías Már spilaði í þriðja sigurleiknum í röð
Böddi Löpp lagði upp mark áður en honum var skipt af velli
Böddi Löpp lagði upp mark áður en honum var skipt af velli
Mynd: Trelleborg
Elías Már spilaði í sigri Nimes
Elías Már spilaði í sigri Nimes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson, leikmaður Trelleborg í Svíþjóð, lagði upp mark er liðið gerði 2-2 jafntefli við Brage í sænsku B-deildinni í dag og þá spilaði Elías Már Ómarsson í 3-1 sigri Nimes í Frakklandi.

Böðvar lagði upp seinna mark Trelleborg sem komst í 2-0 gegn Brage áður en hann fór af velli á 70. mínútu. Eftir að Böðvar fór af velli skoraði Brage tvö mörk og lokatölur 2-2.

Trelleborg er í 4. sæti með 8 stig þegar fjórir leikir eru búnir af deildinni.

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius sem tapaði fyrir Djurgården, 4-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Aron spilaði allan leikinn fyrir Sirius sem er í 10. sæti með 7 stig.

Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Sigurður Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði norska liðsins Viking sem vann Haugesund nokkuð örugglega, 5-1. Samúel fór af velli á 67. mínútu en Viking er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig.

Þriðji sigurinn í röð

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn er Nimes vann Nancy 3-1 í frönsku B-deildinni. Þetta var þriðji sigurleikur Nimes í röð og situr liðið í 8. sæti deildarinnar með 49 stig.

Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan tímann er varalið Borussia Dortmund vann Kaiserslautern, 3-1, í þýsku C-deildinni og þá kom Þorleifur Úlfarsson inná á 77. mínútu er Houston Dynamo tapaði fyrir Austin, 2-1, í MLS-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner