Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. ágúst 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Þróttar hjálpaði Fjarðab/Hetti/Leikni - „Kalla vantaði kaffi"
Nik á hliðarlínunni í gær.
Nik á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í gær að Nik Anthony Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Þróttar, var mættur í starfsteymið hjá Fjarðab/Hetti/Leikni gegn Fram í úrslitakeppni 2. deildar kvenna.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og er seinni leikurinn um næstu helgi. Sigurliðið í einvíginu fer upp í Lengjudeildina.

Nik þjálfaði kvennalið Fjarðabyggðar 2014 og 2015, og tók svo við Þrótti fyrir sumarið 2016. Hjá Þrótti hefur hann náð eftirtektarverðum árangri.

„Ég þjálfaði Fjarðabyggð 2014 og 15, og það var mitt fyrsta starf í þjálfun. Ég er með tengingu þar og í gegnum árin hef ég boðist til að hjálpa ef þeim vantar auka sett af augum, höndum eða bara kaffi, sérstaklega þegar þau koma til Reykjavíkur. Kalla vantaði Kaffi og ég mætti með það til hans," segir Nik léttur í samtali við Fótbolta.net og átti þar við Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfara Fjarðab/Hattar/Leiknis.

Seinni leikur liðanna er í Fjarðabyggðarhöllinni næsta laugardag. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Fjölnir og Völsungur; þar er staðan 2-0 fyrir Fjölni eftir fyrri leikinn.

Í kvöld verður Nik á hliðarlínunni þegar lið hans, Þróttur, mætir Fylki í Pepsi Max-deild kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner