Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2022 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp vorkennir Parker: Harkaleg ákvörðun
Mynd: Getty Images

Scott Parker stjóri Bournemouth var rekinn í morgun en síðasta verkefni hans var gegn Liverpool þar sem liðið steinlá 9-0.


Jurgen Klopp stjóri Liverpool er ekki sammála ákvörðun stjórnarinnar hjá Bournemouth.

„Þegar ég heyrði af þessu áttaði ég mig á því hvað það er mikilvægt að vera með rétta eigendur. Það eru mismunandi system í úrvalsdeildinni. Lönd eiga félög og sumar reglur leyfa þeim ekki að gera það sem þau vilja," sagði Klopp.

„Önnur eru með plan eins og við og Arsenal, svo eru félög eins og Bournemouth."

Hann bendir á að programið í byrjun hjá Bournemouth hafi langt því frá verið auðvelt.

"Nottingham eyddi helling, Fulham gerði sitt en ég man ekki hvort Bournemouth hafi gert mikið. Það er ekki auðvelt fyrir þjálfara að koma úr Championship deildinni upp í úrvalsdeildina svo ég vorkenni Scott. Þrír af fjórum fyrstu leikjunum var gegn Arsenal, Man City og Liverpool."

Hann hrósaði Parker og sagði að hann væri frábær stjóri en stjórnin hafi tekið harkalega ákvörðun að reka hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner