Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. september 2021 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Bannað að velja Aron Einar?
Icelandair
Aron Einar
Aron Einar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint er frá því á 433.is að stjórn KSÍ, sem tekur við til bráðabirgða nú um helgina, hafi bannað Arnari Viðarssyni að velja landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í komandi landsliðsverkefni.

Vanda Sigurgeirsdóttir verður nýr formaður stjórnar sem tekur við fram í febrúar en aukaþing verður haldið næsta laugardag.

Aron Einar var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni þar sem hann hafði greinst með Covid-19 skömmu áður.

Í síðasta landsliðsglugga var Arnari bannað að velja Kolbein Sigþórsson.

Aron Einar er 32 ára gamall og hefur spilað 97 landsleiki fyrir landsliðið.

„Það er ómögulegt fyrir okkur sem þjálfara að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða í hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf að finna einhvern annan þjálfara," sagði Arnar á fréttamannafundi í síðasta landsliðsglugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner