Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. október 2019 09:20
Elvar Geir Magnússon
Juventus horfir til Englands - Man Utd skoðar Tonali
Powerade
Eriksen er meðal leikmanna sem Juventus horfir til.
Eriksen er meðal leikmanna sem Juventus horfir til.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára Sandro Tonali.
Hinn 19 ára Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Fer Giroud frá Chelsea?
Fer Giroud frá Chelsea?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góðan og gleðilegan dag. Salah, Son, Eriksen, Jesus, Mandzukic og fleiri koma við sögu í slúðri dagsins. Slúðrið er best með Powerade við höndina.

Juventus sendi njósnara á Anfield á sunnudaginn til að taka út egypska sóknarleikmanninn Mohamed Salah hjá Liverpool og tvo leikmenn hjá Tottenham; Son Heung-min og Christian Eriksen (allir 27). (Tuttosport)

Umboðsmaður Gareth Bale (30) segir að leikmaðurinn sé himinlifandi yfir því að spila fyrir Real Madrid þó hann sé orðaður við félög í Kína. (Deportes Cuatro)

Gabriel Jesus (22), sóknarmaður Manchester City, hefur blásið á kjaftasögur sem orða hann við Bayern München. Á samfélagsmiðlum segir hann að þessar vangaveltur séu falsfréttir. (Manchester Evening News)

Arsenal, Liverpool og Manchester United hafa verið í sambandi við talsmenn svissneska miðjumannsins Denis Zakaria (22) hjá Borussia Mönchengladbach, (Sky Deutschland)

Það er nánast frágengið að króatíski sóknarmaðurinn Mario Mandzukic (33) fari frá Juventus til Manchester United í janúarglugganum. (Tuttomercatoweb)

Manchester United sendi njósnara til að fylgjast með miðjumanninum Sandro Tonali (19) hjá Brescia í síðustu viku. Manchester City og Inter hafa einnig áhuga. (Sun)

Newcastle United er tilbúið að kaupa franska miðjumanninn Ibrahima Sissoko (21) á 13 milljónir punda frá Strasbourg í Ligue 1. (Sun)

Manchester United er sagt leiða kapphlaupið um norska sóknarmanninn Erling Braut Haaland (19) hjá Red Bull Salzburg og norska landsliðinu. (Corriere dello Sport)

Lyon hefur haft samband við umboðsmann Oliver Giroud (33) hjá Chelsea um möguleika á að fá franska sóknarmanninn í janúar. (Soccer Link)

Everton hefur sent njósnara til að fylgjast með miðjumanninum Alex Kral (21), leikmanni Tékklands og Spartak Moskvu. (Clubcall)

Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard (28) segist hafa rætt við Florentino Perez, forseta Real Madrid, ári áður en hann gekk í raðir félagsins frá Chelsea. (TalkSport)

Leikmenn Arsenal vilja að Granit Xhaka (27) haldi fyrirliðabandinu þrátt fyrir hegðun hans í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace. (Times)

Enski sóknarmiðjumaðurinn Stan Flaherty (17) hjá Arsenal hefur verið til reynslu hjá Newcastle í þessum mánuði. (Newcastle Chronicle)

Enska úrvalsdeildin áætlar að taka upp VAR tækni sem á sérstaklega að flýta fyrir ákvörðunum varðandi rangstöður. (Mail)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að dómarar þurfi að fara að skoða hluti sjálfir á skjánum þegar VAR ákvarðanir séu teknar. (Times)

Ole Gunnar Solskjær segir að nokkrir af ungu leikmönnum Chelsea séu á undan ungum leikmönnum Manchester United vegna þess að þeir fóru á lán. (Times)
Athugasemdir
banner
banner