Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. desember 2019 16:21
Elvar Geir Magnússon
„Það eru nokkur spurningamerki ennþá"
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland leikur tvo vináttuleiki í Bandaríkjunum í janúar, gegn Kanada og El Salvador. Áhugaverður landsliðshópur var opinberaður í dag en leikirnir eru utan landsleikjaglugga FIFA.

Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að möguleiki sé á að einhverjar breytingar verði á hópnum áður en kemur að leikjunum, 15. og 19. janúar.

Emil Hallfreðsson er í hópnum en hann er enn án félags en hefur verið orðaður við ítalska C-deildarliðið Padova.

„Það eru ennþá nokkur spurningamerki. Ef Emil semur við ítalskt félag á næstu dögum þá fer hann að sjálfsögðu ekki með okkur. Þá fer hann bara beint til félagsins. Meðan ekkert er frágengið hjá honum þá höfum við hann í hópnum hjá okkur en við teljum að hans mál muni klárast í janúar" segir Freyr.

Birkir Már Sævarsson er að stíga upp úr meiðslum og þá er Kolbeinn Sigþórsson nýkominn úr endurhæfingu eftir meiðsli.

„Birkir var meiddur síðasta haust og hefur verið í endurheimt síðustu mánuði. Við munum taka stöðuna á honum fyrstu vikuna í janúar, hvort hann sé klár til að taka þátt í verkefninu. Þá munum við fara varlega með Kolbein Sigþórsson. Hann er búinn með endurhæfingu og mun byrja undirbúningstímabilið með okkur og taka mínútur í þessum leikjum."

Enn er einhver möguleiki á að Ragnar Sigurðsson bætist í hópinn en hann hefur rift samningi sínum við Rostov.

„Það er möguleiki á að Ragnar bætist í hópinn en það fer eftir því hvernig hans mál munu þróast," segir Freyr.
Athugasemdir
banner
banner