Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 20. desember 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Góðar líkur að Emil semji við Padova
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góðar líkur eru á því að Emil Hallfreðsson semji við ítalska C-deildarfélagið Calcio Padova út leiktíðina.

Emil er 35 ára og býr yfir mikilli reynslu úr ítalska boltanum. Sean Sogliano, yfirmaður knattspyrnumála hjá Padova, lýst vel á Emil og ætlar að funda með umboðsmanni hans á næstu vikum.

Emil hefur verið að æfa með Padova síðustu viku og er félagið í toppbaráttu í C-deildinni. Leikmenn liðsins eru í fríi frá keppnisleikjum þar til 12. janúar og því nægur tími til að semja við Emil.

Hann hefur verið á talsverðu flakki í haust þar sem hann var meðal annars til skoðunar hjá Roma og spilaði með FH í Bose-mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner