Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru 8-0 undir og neituðu að spila seinni hálfleikinn
Abingdon fékk á sig átta mörk.
Abingdon fékk á sig átta mörk.
Mynd: Getty Images
Það er ekki bara leikið í ensku úrvalsdeildinni um hátíðarnar, það er einnig leikið í neðri deildunum á Englandi.

Það fór fram leikur á tíunda stigi píramídans á Englandi, nágrannaslagur í Abingdon í Oxfordshire. Abindgon United mætti Abindgon Town.

Town, sem er á botni Hellenic League Division One East og aðeins búnir að vinna tvisvar á öllu tímabilinu, heimsóttu United sem var í öðru sæti.

Heimamenn tóku forystuna eftir aðeins fjórar mínútur og voru komnir 4-0 yfir eftir stundarfjórðung. Þeir skoruðu fjögur til viðbótar fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 8-0.

Leikmenn Town voru komnir með nóg og ákváðu að mæta ekki til leiks í seinni hálfleiknum.

„Á 30 árum mínum í fótbolta hef ég aldrei séð neitt þessu líkt gerast," sagði John Blackmore, ritari United, við BBC.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner