Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 14:42
Elvar Geir Magnússon
Leik Tottenham og Fulham frestað
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að búið sé að fresta leik Tottenham og Fulham í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:00.

Ástæðan er smit innan herbúða Fulham.

Á þriðjudaginn greindust átján manns í ensku úrvalsdeildinni með veiruna en það er hæsta tala síðan skimanir hófust.

Á mánudag var leik Everton og Manchester City frestað vegna smita hjá City en fyrr í þessum mánuði var leik Newcastle og Aston Villa frestað vegna smita hjá Newcastle.

Scott Parker, stjóri Fulham, er laus úr sóttkví en hann stýrði ekki liði sínu gegn Southampton á öðrum degi jóla eftir að aðili í fjölskyldu hans greindist með Covid-19.

Það er þó einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Newcastle - Liverpool er klukkan 20:00.

Uppfært 15:15:


Athugasemdir
banner
banner
banner