Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 12:05
Elvar Geir Magnússon
Messi á íbúð í Miami
Klárar Messi ferilinn í Bandaríkjunum?
Klárar Messi ferilinn í Bandaríkjunum?
Mynd: Getty Images
Framtíð Lionel Messi er mikið í umræðunni en í vikunni var greint frá því í spænskum fjölmiðlum að hann gæti verið tvö ár í viðbót hjá Barcelona og farið svo til Bandaríkjanna.

Samningur Messi, sem er 33 ára, rennur út næsta sumar og Manchester City og PSG eru meðal félaga sem hafa áhuga. Argentínski snillingurinn var nálægt því að yfirgefa Börsunga fyrir þetta tímabil.

Spænskir fjölmiðlar segja að Messi hafi keypt sér lúxusíbúð í Miami í Flórída, nánar tiltekið í Porsche turninum. Þar er allt til alls, meðal annars sérstök lyfta fyrir bílinn hans, og glæsilegt útsýni yfir sjóinn.

Íbúðin er í 25 mínútna akstursfjarlægð frá heimavelli Inter Miami.

Cadena SER segir að Messi sé með áætlanir um að framlengja við Barcelona til 2023 og fara svo til Miami þar sem hann muni ljúka ferlinum.

Nýlega sagðist Messi vera spenntur fyrir því að spila í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner