Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 28. desember 2020 08:16
Magnús Már Einarsson
Messi ákveður sig í sumar - Spenntur fyrir Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Lionel Messi segist ekki ætla að ákveða framtíð sína hjá Barcelona fyrr en í lok tímabils. Argentínumaðurinn vildi fara frá Barcelona síðastliðið sumar en hann gæti nú farið þegar samningur hans rennur út í lok júní.

„Ég veit ekki hvað mun gerast. Ég er að einbeita mér að því að berjast um alla titla hér. Ég er ekki að hugsa um það hvernig árið endar," sagði Messi.

„Það væri ekki sniðugt hjá mér að segja hvað ég ætla að gera því ég veit það ekki."

Messi hefur verið orðaður við Manchester City og PSG en hann segist einnig vilja spila í Bandaríkjunum.

„Ég hef alltaf átt mér þann draum að spila í Bandaríkjunum. Kannski gerist það, en þarf ekki að gerast strax. Í dag einbeiti ég mér að næstu sex mánuðum."
Athugasemdir
banner
banner