Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2020 09:30
Miðjan
Reyndi að fá Guðmann í Njarðvík - „Erum bestu vinir"
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, var gestur Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni í þessari viku.

Mikael tók við Njarðvík eftir síðustu leiktíð og hefur hann síðustu vikur og mánuði verið að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn.

Kjaftasögur voru um að hann hefði reynt að fá Guðmann Þórisson, varnarmann frá FH.

„Við Guðmann eru mjög góðir vinir," sagði Mikael við því. „Það var smá pirringur í lok síðasta tímabils hjá FH, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Við erum bestu vinir, en hann átti alltaf eitt ár eftir og stendur bara við sitt."

„Hann talaði við Óla Kristjáns (þjálfara FH) og þeir leystu sín mál. Ég held að þeir séu í toppmálum í dag."

Mikael ræddi við Guðmann áður en varnarmaðurinn Marc McAusland kom frá Grindavík. McAusland verður spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í 2. deild næsta sumar.

Hér að neðan má hlusta á spjallið við Mikael í heild sinni.
Miðjan - Mikki um endurkomu í þjálfun með Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner