Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. maí 2022 09:55
Brynjar Ingi Erluson
Lið ársins í Meistaradeildinni - Liverpool og Real Madrid bæði með fjóra fulltrúa
Vinicius Junior er í liðinu
Vinicius Junior er í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool og Real Madrid eru bæði með fjóra fulltrúa í liði ársins í Meistaradeild Evrópu en það var opinberað á heimasíðu UEFA í dag.

Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik keppninnar, 1-0, með marki Vinicius Junior.

Þetta var fjórtándi titill Madrídinga í keppninni og endaði Karim Benzema markahæstur með 15 mörk.

Madrídingar eru með fjóra fulltrúa ásamt Liverpool í liði ársins en Chelsea, Manchester City og Paris Saint-Germain eru öll með einn fulltrúa.

Lið ársins í Meistaradeildinni:

Markvörður: Thibaut Courtois (Real Madrid)

Vörn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool, Antonio Rüdiger (Chelsea), Virgil van Dijk (Liverpool), Andy Robertson (Liverpool.

Miðja: Kevin de Bruyne (Manchester City), Fabinho (Liverpool), Luka Modric (Real Madrid).

Sókn: Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain), Karim Benzema (Real Madrid), Vinicius Junior (Real Madrid).


Athugasemdir
banner
banner
banner