Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 31. desember 2020 20:00
Victor Pálsson
Gagnrýnir samherja hjá Barcelona: Þurfum þúsund færi til að skora
Mynd: Getty Images
Junior Firpo, varnarmaður Barcelona, virðist hafa skotið á sókn liðsins eftir 1-1 jafntefli við Eibar á þriðjudaginn.

Það gengur erfiðlega hjá Barcelona þessa dagana en liðið situr í sjötta sæti spænsku deildarinnar og er tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid.

Barcelona hefur gert tvö jafntefli í röð á heimavelli gegn fyrst Valencia og svo Eibar.

Firpo lék allan leikinn í 1-1 jafnteflinu á þriðjudag þar sem Martin Braithwaite klikkaði á vítaspyrnu snemma leiks.

„Við þurfum þúsund færi til þess að skora mark. Þeir áttu eitt færi og nýttu það," sagði Firpo við Marca.

„Svona hefur tímabilið verið. Leikirnir eru erfiðir og þetta er mikil brekka."
Athugasemdir
banner
banner