Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. desember 2020 08:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA orðið nánast skuldlaust - 61 milljóna taprekstur í fyrra
Árangri inn á vellinum fagnað í sumar.
Árangri inn á vellinum fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson til vinstri.
Geir Þorsteinsson til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitthvað hefur verið rætt og ritað um slæma fjárhagsstöðu knattspyrnudeildar ÍA á þessu ári.

Staðan var ansi slæm í upphafi árs og ekki birti yfir utan frá hjá félaginu, jafnt sem öðrum félögum, þegar heimsfaraldurinn hófst snemma árs.

Þrátt fyrir heimsfaraldur virðist heldur betur búið að taka vel til í rekstri knattspyrnudeildar og segir eftirfarandi í frétt Skagafrétta í fyrradag. Fréttin er með fyrirsögnina Skaginn skorar á móti vindi!

„Allir sem stunda íþróttir eða taka þátt íþróttastarfi vita að árið 2020 var mikil áskorun vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Erfiðleikarnir hafa hinsvegar þjappað Skagamönnum saman eins og svo oft áður.

Á árinu 2020 hafa iðkendur, þjálfarar og starfsmenn, stjórnafólk, sjálfboðaliðar og stuðningsaðilar Knattspyrnufélags ÍA snúið bökum saman til að halda starfinu gangandi svo að mikill sómi er af.

Auk þess að tryggja faglegt starf er mikilvægt að fjármögnun starfseminnar sé byggð á traustum grunni.

Þrátt fyrir erfitt rekstararumhverfi á árinu 2020 stefnir í að reksturinn verið réttu megin við núllið nú um áramótin og að félagið sé nær skuldlaust.

Margt bendir til þess að árið 2021 verði þungt rekstrarlega en ástæða er til bjartsýni m.a. vegna þess að Akraneskaupstaður, sem er mikilvægur bakhjarl Knattspyrnufélags ÍA, hefur ákveðið að leggja aukið fé til íþrótta á Akranesi á nýju ári."


Undir fréttina skrifa þeir Magnús Guðmundsson formaður og
Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri.

Ljóst er að vel hefur verið staðið að málum hjá ÍA því þetta voru orð Magnúsar í skrifum hans í febrúar á þessu ári:

„Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018."
Athugasemdir
banner
banner
banner