Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. desember 2018 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Hazard náði merkum áfanga - „Vill verða goðsögn hjá Chelsea"
Mynd: Getty Images
Belgíski töframaðurinn í liði Chelsea náði merkum áfanga í 1-2 sigri Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hazard skoraði bæði mörk Lundúnarliðsins í leiknum. Hans fyrra mark var númer hundrað en það síðara númer 101 fyrir liðið.

„Hundrað mörk er magnað og eitthvað sem að ég mun vera stoltur af alla ævi. Núna vil ég, leikmennirnir og stuðningsmennirnir bara meira. Ég vil skora fleiri mörk og verða goðsögn hjá liðinu eins og Lampard, Terry og Drogba," sagði Hazard eftir leikinn í gær.

Eden Hazard kom til Chelsea frá franska liðinu Lille árið 2012 en undanfarnar vikur og mánuði hefur hann verið orðaður burt frá Chelsea en Real Madrid er sagt fylgjast grannt með Belganum.

Hazard hefur verið frábær á leiktíðinni en hann hefur skorað tíu mörk og lagt upp níu. Enginn annar leikmaður í deildinni hefur komið að jafn mörgum mörkum á leiktíðinni.


Athugasemdir
banner
banner