Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 10:26
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur viðræður við Feyenoord um Slot
Arne Slot, stjóri Feyenoord.
Arne Slot, stjóri Feyenoord.
Mynd: EPA
Liverpool ætlar að hefja viðræður við Feyenoord um stjórann Arne Slot sem er líklegastur til að taka við af Jurgen Klopp. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið.

Í gær var greint frá því að Slot væri nú talinn líklegastur til að taka við Liverpool og málin virðast hafa þróast hratt síðan þá.

Sóknarþenkjandi leikstíll Slot og hæfileikar hans til að þróa leikmenn geðjast forráðamönnum Liverpool.

Klopp tilkynnti í janúar að hann myndi láta af störfum og síðan þá hefur Liverpool verið að skoða mögulega kosti í starfið.

Hinn 45 ára Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins 2023. Liðið vann hollenska bikarinn á þessu tímabili og er sem stendur í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool var lengi vel á eftir Xabi Alonso áður en hann tók ákvörðun um að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Portúgalinn Ruben Amorim hefur einnig verið orðaður við enska félagið en hann mun væntanlega tilkynna á laugardaginn að hann verði áfram hjá Sporting.
Athugasemdir
banner
banner