Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. janúar 2019 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Nánast búið ef við hefðum tapað
Guardiola tók brjálæðiskast á hliðarlínunni í kvöld.
Guardiola tók brjálæðiskast á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Ég er stoltur af strákunum, en ekki bara í dag. Við töpuðum tveimur leikjum á fjórum dögum en það má ekki gleyma því hvað þessir strákar hafa gert á síðustu 16 mánuðum," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir City. Nú eru meistararnir aðeins fjórum stigum á eftir Liverpool, sem er á toppnum.

„Við vissum að þetta væri úrslitaleikur í dag, ef við hefðum tapað þá væri þetta nánast búið."

„Ég vil hrósa þessum ótrúlegu leikmönnum. Svona verðum við að spila í Meistaradeildinni. Við vorum ekki hræddir, við vorum óttalausir og við þurftum að glíma við mikla pressu."

„Þeir er á toppnum, en við höfum minnkað bilið. Ég man ekki eftir svona deild, sem er svona erfið. Það eru svo mörg lið sem geta barist um titilinn. Allir leikir eru úrslitaleikir. Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust."
Athugasemdir
banner
banner