Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
mánudagur 23. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
banner
fös 26.apr 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 10. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. ÍR, sem eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komist upp úr 2. deild í fyrra, er spáð neðsta sætinu að þessu sinni.

ÍR fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
ÍR fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lovísa Guðrún raðaði inn mörkum í fyrraa.
Lovísa Guðrún raðaði inn mörkum í fyrraa.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Eshun er sterk á miðjunni.
Linda Eshun er sterk á miðjunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Óskarsson er þjálfari ÍR.
Þorleifur Óskarsson er þjálfari ÍR.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Berta Sóley Sigtryggsdóttir var frábær á síðustu leiktíð.
Berta Sóley Sigtryggsdóttir var frábær á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Úr leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Markmið ÍR er að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár. Spila fótbolta, vinnusemi og vera trúr því skipulagi sem við setjum upp með og höfum trú á. Ef við fylgjum þessu þá koma stigin í hús og koma okkur þangað sem við viljum'
'Markmið ÍR er að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár. Spila fótbolta, vinnusemi og vera trúr því skipulagi sem við setjum upp með og höfum trú á. Ef við fylgjum þessu þá koma stigin í hús og koma okkur þangað sem við viljum'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir ÍR í sumar?
Hvað gerir ÍR í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. ÍR, 21 stig

10. ÍR
ÍR-ingum er spáð tíunda sæti af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar og trúin er ekki mikil á Breiðhyltingum fyrir komandi tímabili. Árið 2020 endaði ÍR á botni 2. deildar - þær voru bókstaflega á botninum í kvennaboltanum - en þær unnu svo deildina í fyrra, þremur árum síðar. Þetta er fljótt að breytast. „Karakterinn í liðinu er alveg meiriháttar, það eru margir uppaldir ÍR-ingar hérna og fólk er hérna með bláhvíta hjartað. Það er ofboðslega gaman fyrir okkur þjálfarana að vera með svona hóp sem er eins tilbúinn í þetta verkefni og þær voru í þetta sumarið," sagði Þorleifur Óskarsson, þjálfari ÍR, eftir síðasta leik liðsins í fyrra. Það er búið að vera góð uppbygging í Breiðholtinu og verður spennandi að sjá hvernig gengur núna þegar liðið tekur næsta skref í þróun sinni.

Þjálfarinn: Þorleifur eða Leifi eins og hann er kallaður er ÍR-ingur út í gegn en hann lék með félaginu á sínum tíma. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins fyrir sumarið 2022. Hann hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli en er núna að vinna flott starf heima í Breiðholtinu. „Ég er búinn að vera í ÍR síðan ég fæddist liggur við og ég þekki þetta mjög vel," sagði Þorleifur í viðtali eftir síðasta leikinn gegn Fjölni. Hann er með bláhvíta hjartað.

Styrkleikar: Þegar þær spila sinn leik þá geta þær sundurspilað lið eins og þær hafa gert stundum á undirbúningstímabilinu. Þær vilja spila góðan fótbolta og hafa unnið að því að mynda sinn stíl síðustu ár; skemmtilegan fótbolta með fáum snertingum og mikilli hreyfingu leikmanna. Þær eru með mjög samheldið lið og grunnurinn af liðinu sem fór með liðið upp í fyrra er enn til staðar. Ef það myndast góð stemning í Breiðholtinu, þá gætu þær orðið illviðráðanlegar.

Veikleikar: Markvarslan hefur verið smá bras og hefur verið ákveðinn óstöðugleiki með þá stöðu í vetur. Esther Júlía Gustavsdóttir, fædd árið 2005, verður mögulega aðalmarkvörður og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni mun ganga. Það er alltaf erfitt að taka skrefið upp um deild og það er spurning einfaldlega hvort það séu nægilega mikil gæði í leikmannahópnum til að takast á við þetta skref upp á við en það verður að koma í ljós. Þær töpuðu gegn Haukum í Mjólkurbikarnum og það gefur ekki sérlega góð fyrirheit inn í mótið þá árangurinn í Lengjubikarnum hafi verið fínn.

Lykilmenn: Linda Eshun, Lovísa Guðrún Einarsdóttir og Monika Piesliakaite.

Fylgist með: Berta Sóley Sigtryggsdóttir, fljót og áræðinn kantmaður sem átti mjög gott tímabil í fyrra. Það verður áhugavert að sjá hvort hún taki skrefið og verði eins öflug og hún var í fyrra. Þá verður spennandi að sjá Kristrúnu Blöndal í ÍR-liðinu en hún er miðjumaður sem er fædd árið 2005 og er á láni frá Keflavík. Með gott auga fyrir spili.

Komnar
Esther Júlía Gustavsdóttir frá Keflavík (á láni)
Freyja Ósk Axelsdóttir frá HK
Ísabella Eiríksd. Hjaltested frá Augnabliki
Kristrún Blöndal frá Keflavík (á láni)
Mia Angelique Ramirez frá Bandaríkjunum
Michelle Elizabeth O'Driscoll frá Bandaríkjunum
Monika Piesliakaite frá Litháen
Sigrún May Sigurjónsdóttir frá Haukum

Farnar:
Ástrós Lind Þórðardóttir í Njarðvík (var á láni)

ÍR er á vegferð sem gæti komið mörgum á óvart
Þorleifur, þjálfari ÍR, segir það ekkert óeðlilegt að nýliðum sé spáð falli en hann trúir því að félagið eigi heima í efstu deildunum. Breiðholtsliðið er fullt tilhlökkunar fyrir tímabilinu sem er framundan.

„Það er ekkert óeðlilegt að nýliðum sé spáð falli, nokkuð viss um að það gerist á hverju ári. Það er nokkuð síðan ÍR var í Lengjudeild og undanfarin ár hafa verið mögur," segir Þorleifur.

„Við vinnum 2. deildina í mjög erfiðri deild, þar sem sex lið voru að berjast um annað sæti alveg fram að lokaleikjunum. Þessi barátta klárlega hjálpar okkur í baráttunni sem er framundan og frábært að sjá að bilið á milli deildanna minnkar stöðugt."

„Undirbúningstímabilið hefur verið notað vel til að þróa og prófa leikmannahópinn okkar. Við höfum æft vel og og ÍR er á vegferð sem gæti komið mörgum á óvart. Stelpurnar hafa lagt mikla vinnu á sig og fyrir vikið höfum við aukið breiddina okkar töluvert mikið. Leikirnir við hin liðin í Lengjudeild hafa verið jafnir og skemmtilegir."

„Við höldum sama hóp og í fyrra og höfum bætt við okkur nokkrum sterkum leikmönnum. Breiddin hefur aukist og liðið er skemmtilega samansett. Frábær stemning í hópnum og þær fullar tilhlökkunar að byrja mótið."

„Þetta verður hörkudeild. Mörg lið hafa bætt við sig mannskap og verður áhugavert að sjá hvernig þær breytingar hafa áhrif á liðin. Lengjudeildin er að styrkjast mikið á hverju ári og bilið milli liða þar og efstu deildar er að styttast. Það verður spenna á toppi og botni allt til enda tímabils."

„Markmið ÍR er að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár. Spila fótbolta, vinnusemi og vera trúr því skipulagi sem við setjum upp með og höfum trú á. Ef við fylgjum þessu þá koma stigin í hús og koma okkur þangað sem við viljum. ÍR á heima í efstu deildunum og er langtímamarkið okkar að styðja við þá stefnu og tryggja að yngri leikmenn félagsins horfi til ÍR í efstu deildunum."

„Ég vil hvetja fólk til þess að mæta á völlinn og styðja við okkur. Hvetja stelpurnar okkar áfram í blíðu og stríðu. Lofa að þar verði engin svikin; barátta, varnartilburðir, markvarsla, falleg mörk, gleði og ástríða verða hjá öllum liðum í Lengjudeild kvenna 2024.

„Og að lokum Þeir sem bera merki ÍR inn á velli vita vel að baráttan er ströng og þeir sem styðja ÍR halda saman hópinn, Með hrópum og köllum er rétti ÍR andinn og engin fær þeirri staðreynd breytt
-Halli Reynis."


Fyrstu þrír leikir ÍR
6. maí, Fram - ÍR (Lambhagavöllurinn)
13. maí, ÍR - ÍBV (ÍR-völlur)
23. maí, Selfoss - ÍR (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner